Seinni lotan hafin



Steinn Hrannar var kominn yfir 10 merkurnar í gær (fyrradag) þegar hann var vigtaður. Hann vigtaðist 2548 grömm og mældist 46,5 cm. Hann er því hættur að fá blandaða mjólk... núna fær hann bara hreina móðurmjólkina. Og viti menn... honum tókst í fyrsta skipti í kvöld að drekka úr brjósti. Náði alveg 20 ml sem er bara nokkuð gott svona í byrjun. Full gjöf hjá honum er 57 ml á þriggja tíma fresti (miðað við síðustu vigtun). Nú er því bara að halda áfram á þessari braut og þá fer nú að styttast í seinni hlutann.
Núna fer samt sennilega að hægja aðeins á þyngdaraukningunni þar sem hann er hættur á "trölladuftinu". En ég trúi því samt að hann muni halda áfram að standa sig frábærlega.

Við viljum líka þakka allar frábæru kveðjurnar sem við höfum fengið hér inni. Hjálpar alveg ótrúlega við að halda andanum gangandi í gegnum þessa baráttu.
Knús á ykkur öll.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Lilliendahl

Það var guðdómlegt að fá að knúsa elsku engilinn í dag og þú ert ekki bara hetjan mín heldur ómetanlega yndisleg líka, elsku hjartans Gulla mín ;)

Erna Lilliendahl, 3.5.2008 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband