Gera klárt

Ég er að reyna að myndast við að gera klárt fyrir heimkomu prinsins.  Það gengur nú samt frekar hægt þar sem það er nú ekki mikill tími aflögu hjá mér.  Fékk kommóðu frá systkinum mömmu og þakka ég kærlega fyrir það.  Settum hana saman strax og er ég búin að þrífa hana og gera klára fyrir fötin.  Nú er bara að fara að setja fötin á sinn stað. 
Fer á eftir og næ í vögguna til Grétars og Rögnu.  Gína frænka ætlar að skutlast með mig.  Hehe.. þetta er allt svaka púsl. 
Er held ég að verða komin með allt sem ég nauðsynlega þarf áður en hann kemur heim.  Svo er að sjálfsögðu fullt af atriðum sem mig vantar en ég get verið að redda mér smám saman eftir að gaurinn kemur heim.
Þetta er pínu farið að taka á mig.  Var svo þreytt í gær að ég hélt að ég myndi líða útaf.  Var komin með svima og allt... og rétt náði að taka verkjatöflu áður en ég fékk mígrenikast... var komin með fyrstu einkennin (er farin að þekkja þetta).  Var sem betur fer með verkjatöflur (sem eru í lagi þó að ég sé með barn á brjósti) og náði að skella þeim í mig.  Tókst að sofa vel á milli mjaltatíma í nótt.  Svo að ég er mikið hressari í dag.  Vona að það endist... þar sem ég verð á fullu í allan dag.. sýnist mér á öllu.  Sé til hvort að ég reyni samt ekki bara að taka kvöldið fyrir mig.   Well kemur í ljós bara. 
Barnalandssíðan er læst en verið endilega óhrædd að óska eftir aðgangi. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband