Breytingar



Það hafa orðið svakalegar breytingar á mínu lífi síðustu vikur og mánuði. Þetta hefur verið erfiður tími en lærdómsríkur. Og nú er bara ekkert að gera nema horfa jákvætt á þennan tíma. Held samt að það sé fyrst núna sem ég er að gera mér grein fyrir því hvað þetta eru samt miklar breytingar. Og að þessar breytingar eru komnar til að vera. Þetta skall svoltið á mér þegar ég kom loksins heim með Stein Hrannar. Þetta er búið að vera meira svona eins og erfið vinna... með löngum vinnudegi. En að vinnudegi loknum þá fór ég heim að sofa.
Það var þó alltaf mjög erfitt að fara heim á kvöldin. Þó að ég treysti starfsfólkinu upp á Vökudeildinni alveg fullkomlega, þá er þetta nú samt barnið mitt og ég vildi vera hjá því. Ég verð því að viðurkenna að ég er mjög fegin að þetta er tímabil sem er liðið.
Við erum held ég bæði að verða búin að venjast þessum breytingum. Auðvitað eru ennþá hlutir sem við erum að læra inná... og þá sérstaklega ég.
Ég hef samt svoltið verið að spá í það hversvegna fólk þarf alltaf að vera að velta því fyrir sér hverjum barnið líkist. Hvort líkist það föður eða móður. Ég hef aldrei átt eitthvað sérlega auðvelt með að sjá það. Og satt best að segja finnst mér Steinn Hrannar bara líkjast sjálfum sér. Ég er búin að heyra rosalega mikið af báðu.. bæði því að hann líkist mér og því að hann líkist pabba sínum. Ég held því þó áfram fram að hann líkist bara sjálfum sér.

Vildi bara láta vita að ég er ekki alveg týnd. En ætla þó að fara að skreiðast í bælið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Lilliendahl

Gott að frétta af þér elskan, og þetta verður enga stund að komast í góða rútínu og þá er öllu borgið og fortíðin hverfur. ;)

Annars með að líkjast foreldrum, þá er t.d. í mínu tilviki ekki hægt að segja að Jói minn sé ekki líkur mér ....

Eigið góða helgi elskurnar!

Erna Lilliendahl, 6.6.2008 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband