Sunnudagur, 27. desember 2009
Árið að enda
Jæja... ekki hef ég nú verið virk í bloggheimunum þetta árið. Þær litlu upplýsingar sem ég hef sett á netið hafa að mestu farið inn á steinnhrannar.barnaland.is og svo statusar á facebook. Þetta hefur þó einkum verið vegna tímaleysis og tölvuleysis. Hef ekki kunnað við að vera að setja inn heilu bloggin á vinnutíma.
Ég byrjaði að vinna aftur, eftir fæðingarorlofið, í febrúar. Fyrstu mánuðirnir fóru að mestu í veikindi Steins Hrannars. Í apríl rættist þó úr þessu eftir að hann fékk rör í eyrun. Í maí keypti ég mér svo bíl, eftir að hafa verið bíllaus í rúmt ár. Það var rosalegur munur að fara loksins að komast leiðar sinnar á tiltölulega flótvirkan hátt. Þegar bíllinn var kominn fór ég loksins að komast í ræktina aftur. Það hefur þó gengið frekar hægt að ná af mér þeim kílóum sem ég bætti á mig á meðgöngu og brjóstagjöf. En 10 kg eru þó farin núna og því bara 5 eftir. Markmiðið er svo að ná þeim af á næstu tveimur og hálfum mánuði eða nánar tiltekið fyrir afmælið hans Steins Hrannars. Ég hef þó einnig ákveðið að vera ekki endilega að horfa í allt sem ég set ofan í mig eða hafa verulegar áhyggjur um jólin.
Sl sumar var smá pússl þar sem ég átti voða lítið sumarfrí inni. En þurfti að taka Stein Hrannar í 4 vikna sumarfrí frá dagmömmunni. Það endaði því með því að hann var í viku pössun hjá Freyju systir svo var ég með honum í fríi í viku. Þá viku fórum við í sveitina en ég skildi hann svo eftir í sveitinni á meðan ég fór og vann í viku. Þetta var í fyrsta skipti sem við vorum aðskilin að næturlagi (þ.e. eftir að hann útskrifaðist af sjúkrahúsinu). Held þó að þessi vika hafi verið erfiðari fyrir mig en Stein Hrannar. Ég drekkti mér því bara í vinnu, rækt og nuddi þessa viku. Fór svo aftur norður til að ná í hann og var aðra viku í fríi.
Það passaði svo að eftir sumarfrí byrjaði Steinn Hrannar á leikskóla. Orðinn svo stór strákur. Hefur það gengið vonum framar. Vorkenni ég honum þó stundum þar sem dagarnir hjá honum eru þónokkuð langir. Hann er kominn á leikskólann rétt rúmlega 7:30 á morgnanna. Ég er svo að sækja hann aftur á bilinu 16:15 - 16:30 og 4 daga vikunnar brunum við þá beint í ræktina. Og þar er hann til svona 18:30.
Steinn Hrannar er þó algjör hetja og tekur þessi með jafnaðargeði.
Það kom svo í ljós núna á haustmánuðum að ungi pilturinn er með lausa liði. Og hefur það verið að aftra honum í að ganga. Honum hefur þó farið gífurlega mikið fram sl tvo mánuði og er bara ótrúlega duglegur. En daginn áður en ég fór í jólafrí fékk ég hringingu frá sjúkraþjálfara og á gaurinn að byrja í sjúkraþjálfun strax 5. janúar. Fyrstu tvö skiptin fara þó í að meta stöðuna og sjá hvað þarf að gera.
Þrátt fyrir að hafa verið að byrja að vinna aftur eftir fæðingarorlof þá hefur þetta ár verið langt og pínu strembið. Stutt sumarfrí gerði það að verkum að ég var orðin mjög þreytt núna fyrir jólafrí og ákvað því að leyfa mér að taka frí milli jóla og nýárs. Sá tími nýtist mér vonandi að einhverjum hluta til að endurhlaða batteríin. Þetta kemur þó niður á sumarfríi næsta árs. En það verður brúað einhvernveginn...seinni tíma vandamál.
Vonast ég einnig til að nýja árið komi með meiri reglu og rólegheitum þannig að ég hafi meiri tíma til að eyða með vinum (sem sumir hverjir hafa lítið fengið að sjá mig á því ári sem senn er á enda).
Vil ég þó að sjálfsögðu þakka ómetanlegan stuðning sem ég hef hlotið á þessu ári. Og vona að ég geti einhverntíman endurgoldið greiðann.
Knús á ykkur
Gulla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 24. febrúar 2009
Góðir hlutir gerast hægt
Ég tók þá ákvörðun að byrja að vinna núna 2. febrúar. Það hefur gengið alveg svo vel að ég er búin að vinna 6 daga. Strákurinn er búinn að vera meira og minna lasinn allan mánuðinn. Hann átti að byrja í aðlögun hjá dagmömmunni 9. febrúar en var lasinn þá og byrjaði því ekki fyrr en 12. febrúar. Okkur tókst að fara alveg 2 daga til dagmömmunnar en þegar hann átti að fara þriðja daginn þá var hann orðinn lasinn aftur. Var svo lasinn alla síðustu viku og fór því ekki þriðja daginn sinn til dagmömmunnar fyrr en í dag. Er búin að fara með hann tvær ferðir á bráðamóttökuna á barnaspítalanum með mjög háan hita. Í fyrra skiptið vorum við bara send heim aftur en í seinna skiptið fengum við lyfseðil fyrir sýklalyfjum.
Ég mátti svosem alveg búast við svona byrjun þar sem ónæmiskerfið er ekki alveg orðið eins og það á að vera, hjá gaurnum.
Vonum bara að það eigi við núna "fall er fararheill" og að þetta sé ávísun á góða framtíð.
Þessi töf á að koma okkur í rútínu hefur að sjálfsögðu líka tafið það að ég nái að taka mig á. Hef voða lítið komist í ræktina. Og er ennþá með strákinn á brjósti, þó að ég hafi ætlað að vera löngu hætt. Get nú ekki farið að taka það af honum þegar hann er þetta mikið veikur, eins og hann er búinn að vera.
Að öðru málefni. Get ekki ákveðið mig hvort að ég eigi að fara á árshátíðina hjá vinnunni. Lét skrá mig á hana í dag þar sem það var síðasti skráningardagur. En ég er samt einhvernveginn ekkert í stuði fyrir árshátíðina. Spilar að sjálfsögðu inní að ég passa ekki í neitt af fötunum mínum þannig að ég á ekkert til að fara í. Svo er ég búin að vera í fæðingarorlofi næstum því frá síðustu árshátíð svo að ég verð ekkert inni í skemmtiatriðunum. Stóran hluta spilar samt að ég er ekki á bíl og kemst því ekki heim þegar ég vil....fyrir utan að þurfa að redda pössun. Mér finnst þó sniðugt að þetta verður standandi veisla. Þannig að maður getur hangið með hverjum sem maður vill en ekki bara þeim sem maður situr með á borði.
Fékk kvörtun um daginn að ég væri ekki góður bloggari...hehehe... sorry Erna mín. Virðist einhvernveginn ekki hafa tíma til að blogga. Núna ætti ég t.d. að vera farin að sofa þar sem ég þarf að vakna snemma í fyrramálið. Og þegar strákurinn er vakandi kemst ég eiginlega voða lítið í tölvuna, því að honum finnst svo gaman að pikka að ég fæ ekki frið til að blogga. Svo þegar hann er sofandi virðast alltaf vera einhver verkefni sem bíða og fara í forgang. Þetta er svoltið öðruvísi en þegar ég var bara ein...eða það væri ef það væri einhver annar sem hugsaði um strákinn með mér þannig að ég kæmist öðru hvoru í tölvuna án þess að þurfa að vera að hafa áhyggjur af stráknum í leiðinni. Kemur samt örugglega aftur þegar hann er orðinn stærri og ekki alveg jafn háður mömmu sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 26. janúar 2009
Gleðilegt árið
Vil byrja á að óska ykkur gleðilegs árs og þakka fyrir það gamla. Eins og ég sagði í síðustu færslu var síðasta ár viðburðaríkt. Ég reikna nú alveg með að þetta ár verði það líka.
Næsta verk á dagskrá hjá mér er að koma mér aftur í vinnu. Mun gera það núna um næstu mán.mót. Kvíði pínu fyrir... en hlakka líka til. Er alveg tilbúin, svona félagslega, til að fara að vinna aftur. En þetta verður pínu flókið...svoltið pússl. En að sjálfsögðu er þetta skref sem maður verður að taka fyrr eða síðar...hehehe. Dagmamman sem Steinn Hrannar er að fara til segir að hann sé á góðum aldri fyrir aðlögun. Geri þó ráð fyrir að þetta verði frekar erfið aðlögun...svona miðað við hversu háður hann er mömmu sinni. Hann fer þó ekki í aðlögun fyrr en 8.feb. Þannig að ég þarf að redda mér pössun fyrir hann fyrstu vikuna í febrúar...þ.e. í næstu viku. Verð að vinna frá 8-12 og þarf pössun fyrir gæjann á meðan.
Er búin að vera að koma mér af stað í ræktinni aftur. Sé samt framá að komast ekkert mikið í ræktina svona á meðan strákurinn er að venjast því að vera hjá dagmömmunni. Þarf nefnilega að taka ræktina í beinu framhaldi af vinnunni... þannig að svona fyrst í stað kann ég ekki við að taka hann beint frá dagmömmunni og setja hann í gæsluna í ræktinni. En þetta vonandi kemur allt.
Er búin að vera pínu pirruð við strætó núna. Lenti í því um helgina að strætó lokaði hurðinni á kerruna með Steini Hrannari í ... og svo reif bílstjórinn bara kjaft við mig. Og ekki nóg með það heldur er líka verið að fækka ferðunum á eina strætónum sem ég er eitthvað að ráði að nota. Sem þýðir að ég get t.d. ekki notað hann til að komast í ræktina um helgar. Því að strætóinn byrjar ekki að ganga fyrr en um kl. 12... en barnagæslan í ræktinni lokar kl. 13.
Well ætla ekki að vera að bögga mig á því... þarf bara að labba meira..hehehe.. hlýt þá að komast fyrr í betra form ;o)
Jæja ætla að fara að koma mér í ró... þarf að læra að fara snemma að sofa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 26. desember 2008
Gleðileg jól
Óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þakka góðar stundir á árinu sem er að líða.
Árið sem er að líða hefur verið viðburðaríkt fyrir mig. Og miklar breytingar átt sér stað á lífi mínu.
Þegar árið byrjaði var ég tiltölulega nýbúin að komast að því að ég væri ólétt. Allt gekk voða hratt fyrir sig og strax í mars var ég orðin mamma. Næstu tveir mánuðir liðu eins og í móðu. Eyddi nánast öllum mínum vökustundum á Vökudeild barnaspítala Hringsins. Get alveg fullvissað ykkur um að þar er frábært starfsfólk. Og ég hafði engan veginn gert mér grein fyrir því hvað það eru margir fyrirburar sem fæðast. Eða hvað það eru mörg börn sem þurfa læknismeðferðir í beinu framhaldi af fæðingu.
Þessir tveir mánuðir sýndu mér hvaða fólk það er sem stendur við bakið á mér þegar á þarf að halda. Og vil ég þakka öllum þeim sem studdu mig í gegnum þennan erfiða tíma.
Skyndilega var ég svo komin heim með yndislega drenginn minn. Ég hef því, eins og allir aðrir nýbakaðir foreldrar, þurft að venjast þeirri tilhugsun að ég eigi barn. Og geti ekki bakkað til baka aftur í að þurfa ekki að taka tillit til neins. Þetta er reynsla sem hefur breytt mér. Og þetta er á sama tíma yndislegasta reynsla sem hægt er að upplifa.
Ég furða mig á því á hverjum degi hvernig ég hafi getað búið til svona fullkomna mannveru. Eitthvað hlýt ég amk að hafa gert rétt í lífinu til að öðlast þann rétt að verða mamma svona yndislegs drengs.
Nú þegar árið er að verða liðið bíð ég spennt eftir gleðistundum næsta árs.
Heyrumst svo hress og kát að vanda á nýju ári.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 27. nóvember 2008
Barátta
Hef ekki haft mikinn tíma til að skrifa hér inn. Litli herramaðurinn minn passar alveg uppá að mamman hafi ekkert of mikið af frítíma. Passar yfirleitt alltaf að þegar ég sest við tölvuna og ætla að skrifa hérna inn þá vaknar hann....eða heimtar athygli hafi hann þegar verið vakandi.
Ég er að standa í því núna að reyna að berjast við stéttafélagið mitt til að fá sjúkradagpeninga svo að ég geti verið lengur heima með Stein Hrannar. En stundum held ég að þau reyni að tuða nógu mikið svo að fólk gefist upp við að sækja um styrk hjá þeim. Ég er búin að senda nokkra pósta og svörin bera þess skýr merki að pósturinn er ekki lesinn. Ef ég fæ engan styrk þaðan þá veit ég ekki alveg hvað ég geri ... þar sem ég get ekki sett strákinn til dagmömmu fyrr en hvítu blóðkornunum hefur fjölgað hjá honum. Og þar sem fjölskyldan mín er fyrir norðan þá hef ég ekki pössun fyrir hann til að komast sjálf að vinna.
Fékk umönnunargreiðslur frá TR alveg heilar 26 þúsund á mánuði... þannig að ég alveg flýt í peningum. Ótrúlegt... maður kemst nú ekki langt á 26 þúsundum í dag.
Ætlaði að fara að koma mér í ræktina aftur. Og var meira að segja búin að redda mér fari í ræktina... en nei ... þá er barnagæslan lokuð á milli 14 og 16... sem var sá tími sem ég ætlaði að fara í ræktina því að þá er svo lítið að gera og líklegt að það væri lítið um börn í gæslunni... get náttúrulega ekki sett hann þar í gæslu ef það eru mörg börn frekar en að setja hann til dagmömmu. Þannig að ég verð að viðurkenna að ég er ekki búin að vera alveg nógu jákvæð undanfarið. Virðist allt einhvernveginn vera á móti mér. En það þýðir ekkert að láta bugast.
Skellti mér bara í að setja upp jólaseríur og leyfði mér að setja þær í samband þó að það sé ekki komin aðventa. Ég held líka að ég þurfi ekkert að vera að hafa samviskubit þar sem það eru þónokkrar íbúðir hérna í kring komnar með seríur.
Komst að því um daginn að ég væri komin með nýjan nágranna. Tóta vinkona Jóa flutti inn í nr 14. Og er hún heima með stelpuna sína, sem er 10 mánaða. Við erum því núna búnar að vera að eyða þónokkrum tíma saman. Og hún er alveg yndisleg að bjóða mér með sér hingað og þangað ef hún er eitthvað að þvælast... bjóða mér yfir í hádegismat og svo meira að segja lánaði hún mér bílinn sinn til að fara með Stein Hrannar í 8 mánaða skoðunina af því að það var svo mikil rigning. Það er nú ekki slæmt að eiga svona góða vini.
Við Steinn Hrannar skruppum norður í lok okt og vorum í 2 vikur fyrir norðan. Það er voða kósí að komast svona norður. En okkur tókst að sjálfsögðu að eyða fyrstu dögunum í veikindi. Ég þakka þó fyrir að hafa verið fyrir norðan í þessum veikindum. Hefði ekki viljað standa í þessu ein hérna fyrir sunnan.
Haldið þið að mér hafi ekki bara tekist að læsa mig úti um daginn. Mér hefur nú ekki tekist það hingað til. Enda hef ég alltaf verið með varalykla hjá einhverjum. En núna passaði það... Sissi var sá eini sem var með aukalykla hérna að íbúðinni og hann er nýfluttur norður. Og svona til að gera hlutina ennþá skemmtilegri þá tók hann lyklana með sér....hehehe...nýtast mér ekki mikið á Akureyri. Ég þurfti því að hringja í neyðaropnun og borga alveg fullt fullt af pening fyrir það. Var nú samt ódýrara en að senda eftir Sissa...hehe.
Ég get amk ekki sagt að líf mitt sé viðburðasnautt...þó að mér finnist aldrei neitt vera að gerast. Aðalbloggið er þó núna barnalandssíðan hans Steins Hrannars. Svo endilega verið óhrædd við að biðja um aðgang.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 15. október 2008
Áður en ég varð mamma
Áður en ég varð mamma borðaði ég matinn á meðan hann var heitur, gekk í hreinum fötum og gat spjallað í rólegheitunum í símann.
Áður en ég varð mamma gat ég farið seint í háttinn, sofið út um helgar, greitt mér daglega og gengið um íbúðina án þess að stíga á leikföng.
Áður en ég varð mamma velti ég því aldrei fyrir mér hvort pottaplönturnar á heimilinu væru eitraðar.
Áður en ég varð mamma hafði enginn kúkað, pissað eða ælt á mig.
Áður en ég varð mamma hugsaði ég skýrt, hafði fullkomið vald yfir líkama mínum og tilfinningum og svaf alla nóttina.
Áður en ég varð mamma hafði ég aldrei haldið grátandi barni föstu til þess að læknir gæti sprautað það eða tekið úr því blóðprufu.
Áður en ég varð mamma hafði ég aldrei brostið í grát við að horfa í tárvot augu og þekkti ekki þá hamingjuflóðbylgju sem getur sprottið af einu litlu brosi.
Áður en ég varð mamma sat ég aldrei langt fram á nótt og horfði á barn sofa eða hélt á sofandi barni vegna þess að ég tímdi ekki að leggja það frá mér.
Áður en ég varð mamma vissi ég ekki hvað ein lítil vera getur haft mikil áhrif á líf manns og hversu óendanlega sárt það er að geta ekki kippt öllum vandamálum í lag.
Áður en ég varð mamma vissi ég ekki að ég gæti elskað svona heitt og hversu dásamlegt móðurhlutverkið væri.
Áður en ég varð mamma þekkti ég ekki þetta einstaka samband móður við barn sitt og gleðina sem fylgir því að gefa svöngu barni brjóst.
Áður en ég varð mamma vaknaði ég ekki tíu sinnum á nóttu til þess að aðgæta hvort allt væri ekki örugglega í lagi.
Áður en ég varð mamma hafði ég ekki kynnst hlýjunni, kærleikanum, sársaukanum og ævintýrinu sem fylgir því að eiga barn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 12. október 2008
Bloggafmæli Gullu
Ég er eiginlega komin með pínu nóg af þessu krepputali. Eiginlega ekki talað um annað.. hvorki í blöðum, sjónvarpi né útvarpi. Og ég sem fylgist aldrei með fréttum komst ekki hjá því að ná þessu...hehe. Ekki það að ég verð alveg vör við þetta svona þegar ég fer að versla. En mér líður samt hálfpartinn eins og ég sé utanvið þetta allt. Maður er eitthvað svo ótrúlega einangraður svona þegar maður er einn heima í fæðingarorlofi.
Við Steinn Hrannar skruppum í heimsókn til Ernu frænku og Arnars Geirs. Stebbi var í skólanum en skutlaði okkur samt heim þegar hann kom. Voða þægilegt að fara í heimsókn svona þar sem til er barnabílstóll sem passar...hehehe. En við semsagt löbbuðum héðan úr breiðholtinu og upp í norðlingaholt. Vorum ekki nema 70 mín. Erum sennilega fljótari ef við förum strax yfir ána í staðinn fyrir að fara ekki yfir brúna fyrr en alveg efst í Elliðaárdalnum. Prufum hitt bara næst...hehehe.
Mér finnst ég vera orðin svo svakalega eirðarlaus núna. Og að sjálfsögðu er hausinn á mér þá búinn að vera á fullu. Væri alveg til í að komast út úr bænum í smá tíma. Og svo er ég bara búin að vera að hugsa um það hvort að maður ætti ekki bara að flytja til Danmerkur. Gæti alveg haft sæmilegt uppúr því að vera nuddari þar. En það er sennilega bara eitthvað sem datt í hausinn á mér þegar ég talaði við hann Jóa minn síðast...hehehe. Honum líkar svo vel þarna úti. En ég væri þó allavega ekki ein ef ég færi...híhí. Ekki það að Svíðþjóð einhvernveginn heillar mig meira. Gæti t.d. búið í Malmö og unnið í Köben.
Prufið að googla "dúri lúri forvitinn köttur" og sjáið hvað kemur upp. Þura systir gerði þetta um daginn og sendi mér sms...hehehe...snilli.
Vó... í þessum mánuði eru komin 5 ár síðan ég byrjaði að blogga. Aldrei hefði mér nú dottið í hug að það yrði eitthvað úr þessu hjá mér. Viðurkenni þó fúslega að þetta hefur komið í törnum en þó hefur ekki enn dottið einn einasti mánuður alveg út....húrra fyrir mér...híhí.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 13. september 2008
Ný færsla
Jæja... nú er verið að biðja um nýja færslu. Er búin að opna bloggerinn oft til að skrifa en alltaf þegar ég ætla að byrja vaknar litli snúðurinn minn og ég þarf að fara að sinna honum. Jæja gerum allavega tilraun núna...hehe.
Ekki það að ég hef nú yfirleitt voða lítið að segja hér þar sem flestar fréttir fara alltaf inn á síðuna hans Steins Hrannars...hehehe.
Ég var nú samt að hugsa um það um daginn hvort að ég hefði eitthvað breyst síðan ég varð mamma. Held ekki... nema að í augnablikinu gerir maður náttúrulega voða lítið annað en að hugsa um hann.... sem leiðir óhjákvæmilega til þess að maður hefur um voða lítið annað að tala. Og þetta er stærsti hluti ástæðunnar fyrir því að flestar fréttirnar fara bara inn á síðuna hans Steins Hrannars...fréttirnar snúast allar um hann en ekki mig...hehehe.
Ég er búin að vera að pirra mig svo mikið á því undanfarið hvað ég er búin að bæta miklu á mig síðan ég átti. Búin að þyngjast meira eftir að ég átti en á meðgöngunni. Held að ég verði bara að sætta mig við það að það eru bara alls ekkert allir sem að grennast við brjóstagjöf... og ég er sennilega ein af þeim sem gera það ekki. Enn hefur mér ekki tekist að komast í ræktina aftur eftir fæðinguna. Sem er slæmt þar sem líkamsrækt er mín fíkn. En það eru þó þær aðstæður sem ég er í sem hafa komið í veg fyrir að ég hafi komist. Og núna þegar ég var loksins búin að finna plan til að komast í ræktina... þá kemur leiðinlegt veður.. þ.e. endalaus úrhellis rigning. Væri nú allt í lagi ef það væri bara smá rigning...en þar sem ég er búin að verða þónokkuð oft blaut í gegn þegar ég fer út að labba með litla manninn, þá hef ég ekki verið að labba líka í ræktina.
Verð að fara að muna eftir að hringja til að spyrja hversu ung börnin mega vera þegar maður fer með þau í pössunina í ræktinni. Brjóstaþokan er enn að há mér svoltið. Gleymi öllu jafn óðum...hehe. Hélt að þetta ætti að lagast á 6 mánuðum eftir fæðingu. Það styttist nú í að 6 mánuðirnir verði liðnir hjá mér...en mér finnst ég ekkert vera að lagast. Það er þó ekki öll von úti enn.
Ég held að ég hafi aldrei horft eins mikið á sjónvarpið og undanfarnar vikur. Og þar kemur þó eitt sem segir mér að ég gleymi ekki alveg öllu...hehehe...rosalega er mikið um að þættir séu endursýndir. Og þegar ég er búin að horfa á sama þáttinn svona þrisvar til fjórum sinnum yfir vikuna þá er maður nú kominn með nett leið á þeim þætti...hehehe.. ég nefnilega man þættina...hehehe. Hef aldrei lent í að taka eftir þessu áður. Hef yfirleitt haft það mikið að gera að ég hef sjaldnast horft mikið á sjónvarp. Og oft hafa liðið dagar og jafnvel vikur á milli þess sem ég kveiki á sjónvarpinu. En ekki núna...neibb...kveikt á því á hverjum degi. Viðurkenni nú samt alveg að það er nú ekkert alltaf sem ég er að horfa á það þó að ég sé með kveikt á því. Bara eitthvað notalegt við að hafa smá líf í kringum sig...ef sjónvarpið getur flokkast sem líf...hehe.
Eitt sem mig langar til að nefna hér... hringið á undan ykkur ef þið ætlið að kíkja í heimsókn til mín. Ef ég er með strákinn á brjósti og dyrabjallan hringir, þá svara ég ekki nema ef ég hef átt von á einhverjum. Er búin að lenda óþarflega oft í því að fá votta jehova eða einhverja sölumenn í heimsókn og koma til dyra næstum því bara með brjóstið lafandi út...hahahaha...sem er sennilega ekki fögur sjón. Ég reyni líka yfirleitt að hafa gemsann í seilingar fjarlægð svo að ég geti náð í hann ef hann hringir. Hef ekki lagt jafn mikla áherslu á að heimasíminn sé nálægt þar sem það eru svo fáir sem hringja í hann.
Látið þetta samt ekki stoppa ykkur í að koma í heimsókn. Því að ég hef alveg þörf fyrir að fá heimsóknir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 12. ágúst 2008
Fyndið
Já ótrúlegt en satt þá var ég að fá eitt enn bréf stílað á Margret Gutlang Steindörtir. Mér telst til að það séu hmmmm ein 16 ár síðan við Súlí, vinkona, skrifuðum í Das Mädchen og óskuðum eftir pennavinum. Og ég held að ég sé ekki að ljúga neinu þegar ég segi að ég hafi fengið amk eitt bréf á hverju einasta ári síðan. Rosalega hlýtur fólk að vera að lesa gömul blöð.
Eins og sést á myndinni hér að ofan er búið að skíra litla snúðinn minn. Þetta er þónokkur áfangi, þó að ég hafi verið búin að nefna hann mjög fljótlega eftir fæðingu. Rosalega er nú gott að eiga góða vini. Og mér finnst alveg ómetanlegt hvað vinkonur minar hafa verið duglegar að aðstoða mig í öllu. Og vil ég þakka kærlega fyrir allt elsku snúllurnar mínar.
Það er ýmislegt búið að vera að brjótast um í hausnum á mér. Og hef ég verið að taka ákvarðanir um hluti sem allir virðast hafa skoðun á. Ákvarðanir mína koma kannski mörgum á óvart en það liggur kannski meira að baki þessum ákvörðunum en flestir vita. Og eru þetta ákvarðanir sem ég á að taka ein og enginn annar. Og vil ég því gjarnan að fólk virði mínar ákvarðanir og fari ekki að böggast eitthvað yfir þeim.
Stundum finnst mér fólk vera að hafa aðeins of miklar skoðanir á hlutum sem þeim koma bara alls ekki við. Vil alls ekki vera dónaleg en í mörgum tilfellum ætti fólk kannski aðeins að sitja á sér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 24. júlí 2008
Sumarið er tíminn
Mér hefur alltaf þótt sumarið alveg frábær tími. Verð þó að viðurkenna að mér hefur fundist svoltið mikið af rigningardögum núna eftir að ég fór að geta farið með Stein Hrannar út að labba. Ég vil þó alls ekki eitthvað vera að draga úr því að það hafa komið alveg frábærir dagar líka. Það er náttúrulega voða lítið annað sem ég geri, en að fara út að labba. Og þá langar mig að sjálfsögðu að hafa gott veður. Tvisvar hef ég lent í því að vera orðin blaut í gegnum skóna mína.. og þó eru þetta alveg ágætis skór. Það er nú gott að ég er með gott plast til að setja yfir kerruna...hehe. Ekki það að enginn er verri þó hann vökni. Vil þó helst komast hjá því að verða veik ;o). Síðustu dagar hafa þó alveg verið til þess að ég virkilega var að spá hvort að það væri kannski bara komið haust. Búið að vera eitthvað svo drungalegt og bara svona haustlegt.
Sumarið núna er samt ekki alveg eins og ég hafði séð það fyrir mér...síðasta sumar. Ætlaði sko að eyða sumrinu í að rúnta á mótorhjóli og leika mér. Þegar ég svo uppgötvaði að ég var ólétt þá sá ég fyrir mér að ég væri að eiga í byrjun sumars og færi svo norður og yrði fyrir norðan fyrsta mánuðinn á meðan ég væri að venjast því að vera mamma. En það fór heldur ekki þannig. Jújú ég skrapp norður... en það var bara í tvær vikur og þegar ég kom til baka var snúðurinn minn orðinn 3 mánaða.
Ég er ekki alveg að ná því að litli snúðurinn minn sé orðinn 4 mánaða, í dag. Þessi tími hefur alveg flogið framhjá mér... svona eftirá að hyggja allavega. Og nú eru því í rauninni bara 4 mánuðir eftir af fæðingarorlofinu mínu. Ég ætla svo reyndar að taka sumarfrí í beinu framhaldi. Og þarf vonandi ekki að fara að vinna fyrr en eftir áramót. En það eru nú samt bara 5 mánuðir í það.
Jæja ætla að fara að sinna gullinu mínu, því ég heyri að hann er að rumska.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)